13.2.2008 | 14:05
Kann mjög vel við nýju síðuna!!
Já ég kann mjög vel við blog.is og mæli með þessum vef fyrir alla þá á blog.central sem eru orðnir þreyttir á síðunum sínum og vilja skipta.
Annars er allt gott að frétta hjá mér.... Yndælt veður á norðurlandinu í augnablikinu og vona ég að þetta haldist svona um allt land fram á þriðjudag. Ég þarf nefnilega að fljúga þvert yfir landið þ.e.a.s til Vestmannaeyja og til baka, á morgun og hingað á mánudag.
Skjöldurinn minn er að verða 26 ára 20. febrúar og vantar mig hugmyndir frá ykkur, kæru lesendur, hvað ég get mögulega gefið honum í afmælisgjöf.... ég er gjörsamlega hugmyndalaus!!
Petra er arðin svo stór að ég trúi því varla... ég viktaði hana þegar ég fékk hana og þá var hún 2 kg, svo viktaði ég hana fyrir 2 vikum og þá var hún 4 kg, þannig að ég giska á að hún sé orðin um 6 kg núna.... þvílíkur hlunkur en samt alltaf jafn sæt og yndisleg.
Það var sorgarvæl í Petru í morgun þegar ég fór í vinnuna... það stingur mig alltaf svo í hjartað þegar hún vælir svona!! Ég veit að hún hættir eftir smá stund og fer bara eikkvað að leika sér og það verður allt í lagi með hana... en það er bara eikkvað sem er svo sárt við þetta....
En hvað segja Eyjamenn með djamm um helgina ?? Er eitthvað að gerast ??
En aðeins að fréttunum (ætla nú ekki að hafa þetta jafn djúft og í síðustu færslu)
Barnaníðingurinn Ágúst Magnússon sem slapp úr fangelsi fyrir um tveimur vikum er sagður halda sig í Reykjanesbæ. Ágúst sást í gærkvöldi á Toyota bifreið með skráningarnúmerinu DN 518. Frá þessu er greint á fréttavef Víkurfrétta.
Okei.... þetta er maður sem fær 5 ára dóm árið 2005 fyrir nauðgun á 6 drengjum, hann fékk svo reynslulausn í janúar á síðasta ári, féll þá fyrir tálbeitum Kompás þáttarins þar sem þeir settu auglýsingu á netið. Hann er sem sagt ENN OG AFTUR komin á göturnar og hefur sést við tónlistaskólann í Reykjanesbæ og einnig hafa börn í Myllubakkaskóla verið vöruð við ferðum mannsins!!!
HVAÐ ER AÐ???? Af hverju eru íslensk lög svona ?? Ég er alveg hissa á að fólkið í landinu láti þetta viðgangast.... ég er alveg hissa á að einhver hafi ekki tekið sig til og bara gengið frá þessu máli almennilega!! Ef að ég ætti barn sem þessi maður hefði svo mikið sem horft á, þá væri ekkert annað í stöðuni enn að fara á mannaveiðar!!!! Það er ekki flókið!!
En svona án djóks.... hvað ætlum við að láta þetta yfir okkur ganga lengi?? Þangað til við lendum sjálf í þeirri aðstöðu að mæta geranda í nauðgunarmáli barna okkar á röltinu í bænum 2 árum eftir atvikið ??? Þetta er ekki hægt!!! Það segir sig sjálft og mér sárnar það svo að geta ekkert gert í þessu annað en að vekja fólk til umhugsunar eins og ég reyni hér!!!
Ég ætla að kveðja ykkur og biðja ykkur um að hugsa út í þetta ógeðfellda mál í dag.... "Hvað mundi ég gera ef sá sem nauðgaði barninu mínu og skemmdi sál þess, yrði látin laus eftir nokkra mánuði???"
Maður dagsins: Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sem er þessa dagana að pressa á stjórnvöld að lækka skattaálögur á eldsneyti.
Um bloggið
Kristín Halldórsdóttir
Tenglar
Vinir
fólkið mitt
- Andrea Gísladóttir drea babe
- Anna Bína litla snúllan :*
- Anna Rún Austmar yndislegust
- Arnar Hólm mágur minn
- Ágústa Halldórsdóttir litla syss...
- Ásta Steinunn
- Erla Skarp beibí ;)
- Erla Smella keflvíkingurinn ógurlegi
- Erna mín my angel
- Esther Bergsdóttir krúttípútt
- Eyjabloggarar linkar á eyjabloggsíður
- Friðrik Ágúst Frikkinn
- Helga Björk Georgsdóttir krúsídúlla
- Jónatan (bowie) Gíslason Tanninn
- Páll Magnús Guðjónsson Pallinn minn
- Ragnar Örn Ragnarsson mágur minn
- Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson Óli Jói töffari
- Sigrún H og Sigrún B snúllur
- Sigurþór Hjörleifsson jæja Sigga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara fáránlegt að svona maður skuli fá að ganga laus og ég veit ekki betur en fólk hér í Kef sé alveg brjálað yfir þessu. En ég verð samt að fá að hrósa lögreglu og öllum þeim sem stóðu á því að vara fólk við. Krakkar í grunnskólum hér í bæ voru látin vita hvernig bíl hann ekur á og hvernig hann er á litinn. Þannig að maður vonar að þessi blessuðu börn hafi vit á því að hunsa fólk sem reynir að fá þau í bílinn sinn.
En annars fíla ég það ekki að þú farir til eyja um helgina ég fer nefnilega helgina 7-9 mars og það hefði orðið geggjað ef þú hefðir komið líka þá :) En ég vona þú samt þín vegna að það verði djammað og djúsað um helgina. Ég bið þá bara að heilsa í bili og skilaðu endilega kveðju fyrir mig á alla sem ég þekki í eyjum. BÆjó
Erla Ásmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 00:59
já þetta frekar ógeðfellt
Arnar Hólm Ármannsson, 19.2.2008 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.