Mér lyggur mikið á hjarta.... Össuri líka....

já hann Össur minn var doldið harðorður um unga borgarfulltrúann Gísla Martein Baldursson og finnst mér það bara allt í lagi. Það að blogga getur stundum orðið til þess að maður skrifar bara það sem manni lyggur á hjarta og það getur stundum endað með að einhverjir eru teknir fyrir. En það er kannski vegna þess að maður er að tjá egin skoðanir en ekki til þess að særa börn manna eða annara aðstandenda.

Ég allavega er þannig að ég læt allt flakka inná bloggið mitt og segji mínar skoðanir hverju sinni og á ýmsum málefnum. En það er bara ég Blush og ég styð Össur í þessari baráttu og minni á það að verri orð hafa verið látin falla um merkilegri menn og hefur það ekki vakið jafn mikla umræðu.

Annars er mikið og margt að gerast í fréttum þessa dagana og stendur, að mínu mati, loðnustoppið þar hæðst því það tengist mér mjög..... Mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að hvert heimili í minni heimabyggð, tapar að meðaltali einni milljón króna launalega við þetta stopp ofaná skerðingu á þorskinum..... Mér sárnar þetta mjög og ég er reið, leið og sár, allt í bland. Fyrir mér er þessi eyja dauðadæmd ef við missum fiskinn okkar og alla atvinnu í kringum hann Frown

En annars er allt gott að frétta af mér... ég skil ekki alveg hvað ég er orðið mikið fyrir það að blogga í kringum fréttir og heimsmálatengd málefni?!?!? Það er bara svo mikið að gerast í þjóðfélaginu þessa dagana sem ég hef áhyggjur af og sem mér hrinlega finnst að ég þurfi að tala um Errm

En að mér og mínum Smile Ég vaknaði snemma í morgun eða í kringum 7 leytið, fór út í göngu með Petruna og lékum okkur smá í góða veðrinu. Svo fór ég inn og bakaði skonsur í klukkutíma. Ég á nefnilega eldhúsvakt í Miðlun þessa vikuna og virkar hún þannig að ég vaska upp og geng frá eftir daginn og enda svo vikuna á föstudegi með að koma með veitingar handa liðinu Smile ofsa gaman!!

Annars er allt bara við það sama... Ég skrapp á eyjuna mína síðustu helgi, gekk frá sölu á íbúðinni og er nú löglega og alflutt þaðan.... MJÖG skrítið.... Miklar tilfinningar sem maður hefur að sækja í sitt heimili í eyjum en núna á ég ekkert heimili í eyjum.... bara hótel mömmu, ekki að það sé verra en æghj.... þið skiljið mig alveg Blush

Skjöldurinn minn átti afmæli á miðvikudaginn og var pínu teiti hjá okkur í tilefni þess!! Hann fékk nokkra pakka og meðl annars fékk hann ipot nano (nýju týpuna) frá konunni sinni Cool Algjör töffari núna og þokkalega sáttur Cool

En helgin er framundan og verður hún svona í rólegri kanntinum.... er að vinna á morgun og svo er teiti hjá Erlu Skarp annað kvöld en ég hugsa nú að maður taki því heldur rólega í drykkju og verði jafnvel bara edrú á bíl svo maður komist nú heim í sveitina að sofa Halo

En ég nenni varla að hafa þetta lengra í bili.... Endilega veriði dugleg að kommenta og muna að skrifa í GESTABÓKINA líka !!

Orð dagsins: Flýttu þér hægt!! Það kemur annað grænt ljós á eftir rauða ljósinu.... þetta er ekki síðasta græna ljós dagsins sem þú VERÐUR að ná!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Gísli Marteinn er ekki orðinn þingmaður enn.

Heidi Strand, 22.2.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Kristín Halldórsdóttir

mín mistök... átti að vera borgarfulltrúi.... maður er alveg orðinn ruglaður í öllu þessum háfaða og látum í þessari borg sem og annar staðar að maður er hættur að hugsa rétt!!

Kristín Halldórsdóttir, 22.2.2008 kl. 12:16

3 identicon

Hæjjjjjj.

Ég er ekki sátt við það að þú sért búin að selja íbúðina þína. Það var svo fínt hjá okkur heima hjá þér síðustu þjóðhátið að ég bara veit ekki hvar ég á að gista næst til þess að líða jafn vel. En ég verð að hætta þessu rugli ég er nefnilega í tíma í skólanum þannig að ég spjalla bara við þig seinna.

Bæjó.

Erla Ásmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:28

4 identicon

Það eru engar myndir af Petru ennþá :( Ég hlakka svo til að sjá hana ...

 Knús elskan mín :*:*:*

Helga Björk (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:28

5 Smámynd: Kristín Halldórsdóttir

ææi ég veit Helga mín.... Ég verð að fara að gera eitthvað í þessu.... ég fer bara aldrei í tölvuna heima en ég skal reyna að kippa þessu í liðin sem fyrst

Kristín Halldórsdóttir, 25.2.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristín Halldórsdóttir

Höfundur

Kristín Halldórsdóttir
Kristín Halldórsdóttir
létt klikkuð og koxuð á því.... fáið ykkur kaffi og glóðvolgar kleinur!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vm
  • Sigrúní Sumarstúlkukeppninni
  • Ágústa á Hard Rock
  • Sigurþórog Sigrún
  • Gaupi, Bóbó, Anna, Gísli, Sigrún og ég

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband