Þetter Júróvisjón lag, þetter júróvisjón lag....

Já ég held að ég sé bara nokkuð sátt með úrslit og held svei mér þá að í þetta skipti eigum við eftir að komast upp úr undanúrslitum og í aðalkeppnina Cool Allaveg miðað við lögin sem eru komin áfram hjá öðrum löndum að þá held ég að við séum nokkuð vel sett og ég hugsa að Noregur endi á botni keppninnar.... Alveg hreint skelfilegt lag !!

En annars er bara gott að frétta!! Þvílíkt gott verðu hérna og ég vaknaði klukkutíma fyrr í morgun en vanalega til að fara út í göngu með Petru mína W00t Skemmtum okkur alveg konunglega niðrá túni að elta spítu og hlaupa og veltast um í grasinu Smile

Helgin var mjög skemmtileg... ég var í vinnu í Miðlun á laugardaginn frá 10-15 og svo var matarboð hjá Erlu Skarp um kvöldið, ekkert smá góður kokkur.... Algjör meistari Happy og svo skelltum við okkur á Vélsmiðjuna og dilluðum okkur við Geirmund Valtýrsson á skemmtaranum!! Mjög skemmtilegt og held ég hafi ekki farið í rúmið fyrr en að ganga 7 á sunnudagsmorgni!! 

Ég hef mikið verið að spá í einu síðan ég byrjaði að vinna í svona tölvuvinnu.... ætli það sé ekkert óhollt að horfa svona mikið á skjá eins og ég geri?? Ég fæ stundum alveg gríðalegan hausverk eftir vinnu sem fer nú reyndar fljótlega og svo finn ég þvílíkan mun hvað ég verð þreytt í augunum... kannski er það bara ávísun á gleraugu...

Við erum mikið að velta því fyrir okkur hvað við eigum að gera um páskana... Erum að spá í að vera bara í rólegheitum hérna fyrir norðan af því að við erum að fara til kanarí 1. apríl en mamma er farin að suða í okkur að koma til eyja.... Svo var nú líka hugmynd að legja sumarbústað og tjilla þar í góðra vina hópi.... Þetta er allt spurning og þarf að fara að ákveða fyrr en síðar...

Ég er samt ekki að trúa því að það séu aftur að koma páskar.... það minnir mig bara á það að ég er búin að vera viðofin Skáldstaðafjölskylgunni í ár!! Byrjaði reyndar á vitlausum stað eins og flestir vita en ég og Arnar vorum einmitt saman á páskunum í fyrra Blush En það leiddi bara til þess að ég fann ástina í lífi mínu InLove

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt... það er eiginlega alveg ótrúlegt að Heiða litla frænka er komin með æfingarleyfi á bíl, Arnar frændi er stúdent og farin að skoða Háskólanám, Ágústa systir fer í 10. bekk næst, Jón Erling er að fara í skóla, Sigrún Gígja farin að tala jafn vel og ég og þú, Berglind frænka er orðin mamma, Hildur Rán og Berglind, sem eru báðar jafn gamlar mér, eru báða orðnar eða eru að verða tveggja barna mæður, Petra er að nálgast 10 kílóin (fékk hana tæp 2kg) og allt er bara farið að æða áfram... áður en ég veit af verður Þjóðhátíðin löngu búin og ég farin að jólaskreyta..... ótrúlegt alveg....

En svona er lífið börnin mín... með hverjum deginum sem líður erum við degi nær okkar síðasta degi en við vorum í gær.....

Með þessum orðum kveð ég að sinni og óska ykkur öllum velfarnaðar í dag, á morgun og að eilífuHalo

Maður dagsins: Er að þessu sinni þessi maður sem allir kannast við og heitir Sigurður Þ Ragnarsson eða Siggi Stormur. Skemmtilegasti og krúttlegasti veðurfræðingur allra tíma og það er svo skrýtið að þegar ég horfi á veðrið þegar hann er, þá er mér alveg sama hvernig spáin er og verð ekki pirruð þó það spái 30 metrum á stórhöfða eða brjáluðum snjó Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristín Halldórsdóttir

Höfundur

Kristín Halldórsdóttir
Kristín Halldórsdóttir
létt klikkuð og koxuð á því.... fáið ykkur kaffi og glóðvolgar kleinur!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vm
  • Sigrúní Sumarstúlkukeppninni
  • Ágústa á Hard Rock
  • Sigurþórog Sigrún
  • Gaupi, Bóbó, Anna, Gísli, Sigrún og ég

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband