Vélsmiðjan....Sleppiði því ef þið mögulega getið!!

Já ég fór á Vélsmiðjuna síðustu helgi og það er nokkuð ljóst að það verður LANGT þangað til ég fer þangað aftur.. Ef ég fer þá þangað aftur!!!!

Þannig var það að ég við komum þarna með leigubíl úr sveitinni sem við borguðum 6000 kr. fyrir við borguðum 1200 kr. inn fyrir mannin og beint á barinn... þar fengum við okkur drykki, strákarnir bjór og ég white russian. Svo kom að því að við fórum út að reykja og viti menn... ég mátti ekki fara út með glasið en ég mátti geyma það á borðinu þar til ég kæmi inn aftur!! Ég fór út og reykti kom inn og ætlaði að sækja glasið, sem var nánast fullt, en nei.... það var búið að taka það og vaska það upp!!!! Ég er að tala um 3 mínútur....

Alltí lagi... allir eru mannlegir og menn gera mistök og allt það.... Ég kaupi mér nýtt glas, drekk smáveigis af því og svo er komið að því að reykja.... ég náttúrulega með hálffullt glas eins og alltaf of ákveð að gefa blessuðum drengjunum í dyrunum einn séns enn..... þeir lofa að passa þetta fyrir mig í 3 mínútur en hvað haldiði ??? Já það er HORFIÐ!!!! mér til mikillar ánægju eða hitt þó heldur Devil

Okei.... ég fór aftur út að reykja með þriðja glasið með mér... ætlaði ekki að skilja það eftir, þannig að ég fékk plastglas og fór með það út og reykti, svo þegar ég ætlaði inn aftur þá mátti ég ekki fara inn með glasið aftur en þá var hins vegar tóma glerglasið sem ég hafði tæmt úr vel gætt hjá dyravörðunum og var ekki horfið eins og í hin 2 skiptin!!!!

Án efa eitt mest pirrandi og dýrasta djamm sem ég hef farið á í langan tíma þar sem ég gat aðeins drukkið nokkra sopa af hverju glasi og gerði nánast ekkert annað en að bíða á barnum eftir afgreiðslu á nýju glasi.

Vil reyndar hrósa hljómsveitinni, Dans á rósum fyrir frábært ball og ekkert út á þá að setja frekar en fyrri daginn!!!

En ég er komin með háan blóðþrýsting af því að rifja þetta upp og við það að æla úr reiði, þannig að ég ætla að hætta þessu að sinni og biðja fólk vel að lifa !!!!

Maður dagisns: Þessir 2 bretar, Ross og Philip... Algjörar hetjur.... Löbbuðu frá Vestmannaeyjabæ og uppí STEINSTAÐI, eftir djammið, í blindbilnum og brjálaðaveðrinu um daginn!! Ég er að tala um 6-8 kílómetra sko..... SNILLINGAR... algjörir SNILLINGAR!!

Ross og Philip við Gvendarhús í blíðunni á mánudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég hefði klárlega heimtað að þessir herramenn í dyrunum hefðu fengið að bjóða mér nýjan drykk... þetta er alveg ömurlegt! og það er ekki eins og white russian sé eikkað ódýr á bar! eða bara áfengi yfir höfuð!!!

Ég vil ekki fara þangað þegar ég kem að djamma með þér :)

Ernie (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristín Halldórsdóttir

Höfundur

Kristín Halldórsdóttir
Kristín Halldórsdóttir
létt klikkuð og koxuð á því.... fáið ykkur kaffi og glóðvolgar kleinur!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vm
  • Sigrúní Sumarstúlkukeppninni
  • Ágústa á Hard Rock
  • Sigurþórog Sigrún
  • Gaupi, Bóbó, Anna, Gísli, Sigrún og ég

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband