27.10.2008 | 15:51
Góðan dag allir saman....
já það er langt síðan ég settist niður og bloggaði ástæðan er nú einföld... ég hef bara ekki nent að blogga síðan ég hætti að vinna fyrir framan tölvuna allan daginn...
Núna er ég bara að vinna í sveitinni. Er að vinna í Ytra-Felli hjá Kidda og Laugu fyrir fyrirtæki sem heitir Lífsval. Ég kann mjög vel við það, gaman að vinna með dýrunum og í sveitarsælunni....
En annars er bara gott að frétta af mér!! Skjöldur er farin að vinna inná Akureyri hjá verktaka hér í bæ og líkar það alveg ljómandi vel. Við erum komin með 2 labrador hvolpa, þau heita Kreppa og Torres og eru bara frábær. Skelli kannski inn myndum af þeim við tækifæri.
Það sem er svona á döfinni hjá mér næstu misserin er að ég er að fara til Kanarí um jólin með famelíunni minni. Fer út 17. des og kem til landsins aftur 5. janúar 2009. Það verður alveg ágætt að komast úr snjónum og kuldanum í hitan og góða veðrið.... Þetta er nú kannski ekki besti tíminn í að fara út þegar allt er að fara til andskotans í þjóðfélaginu en það er líka bara spurning um hvort maður hafi ekki bara gott af því
Svo er kellingin að spá í að skella sér á skólabekk eftir áramót... er að spá í annaðhvort að klára stúdentin eða reyna að halda áfram með söngnámið..... báðir kostir heilla og það er jafnvel spurning hvort að maður reyni ekki bara að gera bæði... byrji á öðruhvoru til að koma sér af stað og bæti hinu svo við?!?! hvað finnst ykkur ???
Það er nú ekki meira sem ég hef að segja ykkur í bili... muniði bara að kvitta fyrir komuna og hafiði það sem allra best þangað til næst
Kveðja úr sveitinni
Um bloggið
Kristín Halldórsdóttir
Tenglar
Vinir
fólkið mitt
- Andrea Gísladóttir drea babe
- Anna Bína litla snúllan :*
- Anna Rún Austmar yndislegust
- Arnar Hólm mágur minn
- Ágústa Halldórsdóttir litla syss...
- Ásta Steinunn
- Erla Skarp beibí ;)
- Erla Smella keflvíkingurinn ógurlegi
- Erna mín my angel
- Esther Bergsdóttir krúttípútt
- Eyjabloggarar linkar á eyjabloggsíður
- Friðrik Ágúst Frikkinn
- Helga Björk Georgsdóttir krúsídúlla
- Jónatan (bowie) Gíslason Tanninn
- Páll Magnús Guðjónsson Pallinn minn
- Ragnar Örn Ragnarsson mágur minn
- Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson Óli Jói töffari
- Sigrún H og Sigrún B snúllur
- Sigurþór Hjörleifsson jæja Sigga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með bloggið...
Mér lýst vel á það að þú sért að spá í að fara í skóla. Mitt álit á því er að byrja á báðu. Það er miklu erfiðara (allavegna fyirr mig) að bæta á sig frekar en að minnka. En annars þarf það ekkert að vera að þér finnist það erfitt, ég segi bara svona. En frábært farðu í skóla ég styð þig í því hvað sem þú gerir :)
Knús og klossar úr Keflavíkini
Erla Ásmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:48
Ég er sammála Erlu, ef það kostar ekki of mikið að þá myndi ég bara byrja í báðu. Alltaf betra að minnka svo bara við sig ef þetta er alltof mikið ;)
En annars bara knús og kossar, og væri nú gaman að fara að hitta þig bráðlega.
Ásta Steinunn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 18:55
Hæj elskan mín :D Það var mikið að það kom blogg frá þér! :D
Vá ég hélt að ég myndi aldrei heyra (lesa) þessi orð frá þér í lífinu bara, að þú ætlaðir aftur í skóla.. og vá hvað ég er stolt af þér bara fyrir að vera að íhuga það ;) Það er sko aldrei of seint að byrja aftur og ég mæli með að byrja í báðu bara eins og þær stöllur fyrir ofan segja, þá geturu bara minnkað við þig ef það er of mikið fyrir þig :) Ég mæli nú líka samt með því að reyna bara að byrja svona frekar hægt í skólanum, ekki að taka alltof mörg fög því að þetta er alveg pínu erfitt eftir svona langa pásu.. :)
Þú verður að kíkja til eyja áður en þú ferð út, ég heimta það!! Ég vil ekki þurfa að bíða þangað til á næsta ári með að hitta þig!! ;S
En jæja þetta er orðið ágætt hjá mér, ég bið bara að heilsa í kotið og heyri nú fljótlega í þér ;** Love ya!!
Ernan (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.