19.2.2009 | 10:12
Jæja nú er kominn tími....
... til að hella sér yfir líðinn :)
Byrjum á Birni Jörundi og dópmálinu ógurlega !! Kemur þetta fólki virkilega á óvart??? Er fólk æilega hissa ?? Jaa... ég verð nú að segja að ég hef aldrei séð neitt annað á þessum manni nema að hann sé vel lifaður kall greyið og þetta er ekkert sjokk fyrir mér !!
Svo er það nú blessaða nýja ríkisstjórnin sem ætlaði nú að koma sterk inn og bjarga íslensku heimilunum, halda þjóðinni upplýstri og gera allt svo voða, voða gott.... Það getur vel verið að þau séu að því en ég hef allavega engar upplýsingar um það... það eina sem ég hef lesið og heyrt er að þau ætluðu að draga til baka leyfið til hvalveiða, þau vilja ekkert álver á bakka ( sem b.t.w mundi skapa tímabundið um 2000 störf og í framtíðinni allavega í kringum 400 störf) en það fellur víst ekki vel inn í umhverfisstefnu nýrrar ríkisstjórnar.... hvaða helv.. bull er þetta ??
Það hefur reyndar eitt gott komið fram varðandi atvinnu í landinu sem ég hef heyrt um og að er að það á að hrinda í framkvæmd vegaframkvæmdum eins og hægt er. Samgöngur eru alltaf gott mál að mínu mati en þetta var nú ákveðið og lögð drög af, af fráfarandi ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins.
Svo hef ég nú komist að því að Samfylkinginn er algjörlega stefnulaus flokkur. ( það mundi nú eitthvað heyrast í langafa mínum heitinum ef hann læsi þetta) Hann einhvernvegin aðlagast bara að stefnu þeirra flokka sem sitja við stjórn og gerir allt til þess að vera í fremstu línu... ég skil þetta ekki !!
Ég hef nú verið mikið fyrir framsóknarflokkinn síðustu ár og verð nú að viðurkenna að ég kaus þá nú í síðustu kosningum en það er algjörlega af og frá að ég geri það aftur.... ég nenni ekki að tala um ástæðu þess því það mundi líklega drepa lesandann endanlega úr leiðindum. Ég ætla þess í stað að vera algjörlega sjálfstæð og kjósa sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningu því þar eru menn sem standa á sínu, hoppa ekki til og frá með sínar stefnur. Þeir hugsa um atvinnu, heimilinn, sjávarútveg, landbúnað og heilbrygðiskerfið :)
En yfir í allt annað og skemmtilegri umræðu. Ég hélt henni Emmu minni (sem er hreinræktuð labradortík) undir hann Skugga ( hreinræktðaur labrador hundur) sem hann Jón Gunnar á. Hann er alveg geggjaður og hún ekkert síðri þannig að það eru miklar væntingar til fallegra hvolpa í kringum 19-25 apríl :) ég vona svo sannarlega að þeir komi 19 apríl því þá eiga þeir sama afmælisdag og ég :) jeiii Ef þig angar í hvolp þá endilega hafðu samband því það er strax búið að taka frá 2 :)
Annars gengur allt vel í sveitinni. Torres og Emma alltaf jafn ánægð, beljurnar og nautin éta hey og segja muuu, kálfarnir drekka mjólk og éta hey og kindurnar éta hey og segja meee.... þannig að þetta er allt eins og það á að vera held ég.
Jæja þetta er komið gott í bili :)
Kossar og knús á alla ;)
Um bloggið
Kristín Halldórsdóttir
Tenglar
Vinir
fólkið mitt
- Andrea Gísladóttir drea babe
- Anna Bína litla snúllan :*
- Anna Rún Austmar yndislegust
- Arnar Hólm mágur minn
- Ágústa Halldórsdóttir litla syss...
- Ásta Steinunn
- Erla Skarp beibí ;)
- Erla Smella keflvíkingurinn ógurlegi
- Erna mín my angel
- Esther Bergsdóttir krúttípútt
- Eyjabloggarar linkar á eyjabloggsíður
- Friðrik Ágúst Frikkinn
- Helga Björk Georgsdóttir krúsídúlla
- Jónatan (bowie) Gíslason Tanninn
- Páll Magnús Guðjónsson Pallinn minn
- Ragnar Örn Ragnarsson mágur minn
- Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson Óli Jói töffari
- Sigrún H og Sigrún B snúllur
- Sigurþór Hjörleifsson jæja Sigga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá hvað þú ert vel inni í tungumálum dýranna á bænum ;)
Bið að heilsa.
Aðalsteinn Baldursson, 28.2.2009 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.