Færsluflokkur: Bloggar

20 Dagar í Kanarí ;)

Jebb þetta er allt að gerast LoL það er að styttast í páskana og þegar þeir eru búnir að þá er það bara sól og sumarylur, eins og segir í ljóði Gylfa Ægissonar Cool

Það verður mikið og margt á dagskránni um páskana!! Sigrún og Ágústa ætla að koma til okkar 20.mars og vera til 24.mars. Það verður alveg geggjað að fá þær hingað !!! Sakna þeirra SVOOOOOOO mikið. Rósa á Halldórsstöðum verður svo fertug 19.mars og verður allsherjar veisla á Melunum í tilefni þess. Svo förum við út 1. apríl og lyggjum þar í leti í 2 vikur Cool svo komum við heim 15. apríl og svo á ég afmæli 19. apríl og þá verður maður nú að hafa pínu teiti.

Svo strax eftir að við komum að utan förum við að flytja Frown Við ætlum að fara úr Nesi og óvíst hvert við förum.... Annaðhvort inná Akureyri í íbúðina hans Skjaldar eða í Freyvang, sem er leikhúsið í Hrafnagili.... Ég ætla að sækja um húsvarðarjobbið þar og vona að það gangi í gegn en ef ekki förum við inná Akureyri í litlu íbúðina hans Skjaldar Smile

Ég gerði rudda góð kaup í gær.... Kjellingin keypti sér þvottavél Tounge Electrolux með meiru!! Nú er bara næst á dagskrá að fá sér þurrkara og uppþvottavél og þá er ég góð Tounge 

Ég er anski hrædd um að við þurfum að losa okkur við Petru Crying mér finnst það alveg ömurlegt... ég elska hana svo mikið og vil ekki þurfa að vera án hennar!!! En við flytjum ekki með hana í leikhús og við getum ekki verið með hana heldur í fjölbýli inná Akureyri.... þannig að.... við verðum að reyna að finna gott heimili handa henni CryingCryingCrying ömurlegt þar sem þetta er með gáfaðari hundum sem ég hef umgengist og svo ægilega traust!! Hún fylgir manni út um allt, alltaf að knúsa mann og sleikja og tekur alltaf svo vel á móti manni með knúsi og látum InLove þessi litla elska....

Ef þið vitið um gott heimili handa henni í sveit, megiði alveg láta mig vita Blush

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni.

Over and out

Maður dagsins: Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður.... heitur og ríkur Smile

mynd

 


Ég vissi það ;)

Já það er hollt að drekka Tounge ég hélt að það væri óhollt og hef alltaf haldið það, sérstaklega þar sem daginn eftir gott fyllerý verður maður fyrir óstjórnlegum þorsta, ælir og finnst hausinn ætla að springa úr hjartslætti og höfuðverk. hehehe.... en það er víst mjög gott samkvæmt þessu og er ég líklega alveg laus við hjartasjúkdóma LoL hehehe...

Kitta out

Maður dagsins: Bjarni Harðarson, flottur kall!!!


mbl.is Heilsubætandi áhrifa áfengis gætir skjótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélsmiðjan....Sleppiði því ef þið mögulega getið!!

Já ég fór á Vélsmiðjuna síðustu helgi og það er nokkuð ljóst að það verður LANGT þangað til ég fer þangað aftur.. Ef ég fer þá þangað aftur!!!!

Þannig var það að ég við komum þarna með leigubíl úr sveitinni sem við borguðum 6000 kr. fyrir við borguðum 1200 kr. inn fyrir mannin og beint á barinn... þar fengum við okkur drykki, strákarnir bjór og ég white russian. Svo kom að því að við fórum út að reykja og viti menn... ég mátti ekki fara út með glasið en ég mátti geyma það á borðinu þar til ég kæmi inn aftur!! Ég fór út og reykti kom inn og ætlaði að sækja glasið, sem var nánast fullt, en nei.... það var búið að taka það og vaska það upp!!!! Ég er að tala um 3 mínútur....

Alltí lagi... allir eru mannlegir og menn gera mistök og allt það.... Ég kaupi mér nýtt glas, drekk smáveigis af því og svo er komið að því að reykja.... ég náttúrulega með hálffullt glas eins og alltaf of ákveð að gefa blessuðum drengjunum í dyrunum einn séns enn..... þeir lofa að passa þetta fyrir mig í 3 mínútur en hvað haldiði ??? Já það er HORFIÐ!!!! mér til mikillar ánægju eða hitt þó heldur Devil

Okei.... ég fór aftur út að reykja með þriðja glasið með mér... ætlaði ekki að skilja það eftir, þannig að ég fékk plastglas og fór með það út og reykti, svo þegar ég ætlaði inn aftur þá mátti ég ekki fara inn með glasið aftur en þá var hins vegar tóma glerglasið sem ég hafði tæmt úr vel gætt hjá dyravörðunum og var ekki horfið eins og í hin 2 skiptin!!!!

Án efa eitt mest pirrandi og dýrasta djamm sem ég hef farið á í langan tíma þar sem ég gat aðeins drukkið nokkra sopa af hverju glasi og gerði nánast ekkert annað en að bíða á barnum eftir afgreiðslu á nýju glasi.

Vil reyndar hrósa hljómsveitinni, Dans á rósum fyrir frábært ball og ekkert út á þá að setja frekar en fyrri daginn!!!

En ég er komin með háan blóðþrýsting af því að rifja þetta upp og við það að æla úr reiði, þannig að ég ætla að hætta þessu að sinni og biðja fólk vel að lifa !!!!

Maður dagisns: Þessir 2 bretar, Ross og Philip... Algjörar hetjur.... Löbbuðu frá Vestmannaeyjabæ og uppí STEINSTAÐI, eftir djammið, í blindbilnum og brjálaðaveðrinu um daginn!! Ég er að tala um 6-8 kílómetra sko..... SNILLINGAR... algjörir SNILLINGAR!!

Ross og Philip við Gvendarhús í blíðunni á mánudag.


í sveitinni er gaman....

Já það er alltaf glatt á hjalla í sveitinni.... Allir eru léttir í lundu því sumrið nálgast nú óðfluga Cool 

Skjöldur er að fara að vinna aftur á Reyðarfirði og ætlar að skilja mig eina eftir í sveitinni á meðan!! Huhuhuh... nei nei það er allt í lagi... ég hef Petru mína hjá mér!! Við eigum örugglega eftir að skemmta okkur vel Smile en hann er sem sagt að fara á eins vaktir og hann var á... vinnur 12 daga og frí í 6 daga. Hann byrjar þarna um leið og við komum frá Kanarí sem er bæ ðe vei eftir 27 daga Grin 

Ég er alveg hugmyndalaus núna og veit ekkert hvað ég á að skrifa um... mér leiðist pínu í vinnu... held ég sé að rotna....

Annars er bara held ég ekkert að frétta... er bara alltaf þreytt þessa dagana, veit ekki alveg hvað er í gangi.... það er bara alltaf eins og ég sé við það að sofna... alveg sama hvað ég drekk mikið kaffi....

Ég nenni ekki að skrifa meira í bili.... er svo löt núna eitthvað Sleeping

 

Maður dagsins: Kallinn í tunglinu því hann er örugglega jafn sibbinn og ég Sleeping

 


Villtist ekki neitt....

Heldur fólk virkilega að hann hafi bara villst og ekki vitað hvar hann væri ?? Það er nú kannski ekki alveg svoleiðis sko... HANN VILTIST AF LEIÐ!!! SNJÓBILUR!! En annars er ekkert mál að villast í eyjum, alveg eins og allstaðar annarsstaðar!! Ef það er mikil þoka og maður væri á röltinu útá hrauni eða bak við fellið, er ég ekkert viss um að maður kæmist heim strax... Ég þoli bara ekki þegar fólk er að gera lítið úr eyjunni minni og SÉRSTAKLEGA FÓLK SEM HEFUR ALDREI FARIÐ TIL EYJA!!!!!

 


mbl.is Grafa valt í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þótt lífið sé skjálfandi lítið gras...

má lesa í kvæði eftir Matthías..... Grin

Já ég er bara í stuði í dag.... ljómandi gott veður hér á norðurlandinu, þrátt fyrir smá fönn yfir öllu. Ég get ekki sagt ykkur hvað ég hlakka mikið til þegar grasið fer að grænka, lömbin fara að jarma og fuglarnir að syngja sumarlögin sín Cool 

Svo eru nú ekki margir dagar þangað til maður hverfur af landi brott... það eru bara 31  dagur í þetta hjá okkur Cool bjór á svölunum, rölt á ströndinni og sólbað í tvær heilar vikur!!! Hvað verður það næs??

 Ég held að það skoði enginn þetta blessaða blogg hjá mér... allavega eru voðalega sjaldan komment... Arnar Hólm er eini sem lætur vita af sér hérna reglulega og hún Erna mín... Þannig að það er alveg spurning um að slútta þessu bara í bili...

Sjáum til...

Annars er bara allt gott að frétta... ég fór í Bónus í gær eftir vinnu og gjörsanlega missti mig í að versla, keypti unghrossa piparsteik, grillkartöflur, ferskt grænmeti, blómkál í blómkálssúpu og fullt, fullt af kræsingum Tounge Svo var bara allsherjar veisla í Nesi... Arnar og Haukur borðuðu hjá okkur og ég held að engin hafi farið svangur út!! Eða ég vona ekki....

Ég nenni ekki að hafa þetta lengra í bili.... meira á morgun Smile og Helga mín ef þú lest þetta þá sendi ég þér smá rembing Grin

Maður dagsins: Haukur Hólm Ármannsson.... Algjört yndi þessi drengur, þykir mjög vænt um hann og hann hefur alltaf reynst mér vel!!!

 


líf í stað lífs....

Það er jú bara þannig í þessum heimi sem við lifum í að maður kemur í manns stað!! Fólk deyr á hverjum degi og börn fæðast á hverjum degi.... Enginn er ómissandi þó svo að manni finnist það og sakni þeirra sem maður hefur misst.....

Það sem ég er að læra núna, eftir langan tíma, er að þakka í stað þess að syrgja... í dag þakka ég fyrir þann tíma sem ég fékk að eyða með Agöthu minni og minnist hennar með hlýju og þakklæti. Hún gaf mér og kenndi svo mikið, hún sýndi mér til dæmis það hvað lífið er hverfullt og getur endað jafn fljótt og það kveiknar.... Hún kenndi mér það að ef ég geri hlutina ekki í dag gæti það verið of seint á morgun..... ég sakna hennar og vildi bara deila þessu með ykkur Crying

Annar er allt gott að frétta... ég er bara orðin pínu efins með þessa vinnu sem ég er í og er bara að spá í að skoða vinnur í kringum mig og jafnvel að taka bara þátt í öllu fjörinu í sveitinni í sumar, sauðburðinum, slættinum og örðu.

Ég er að bíða spennt eftir fréttum núna... er að vona að Helga Björk fari að eiga.... Hún er komin nokkra daga framyfir og það er búið að leggja hana inn út af blóðþrýstinginum hjá henni... Ohhhh vona að þetta fari að hafast hjá henni... Er alveg með hug og hjarta hjá þeim þessa dagana og er endalaust að kíkja inn á síðurnar hennar og athuga hvort eitthvað sé að gerast.

Petran mín stækkar og stækka, Skjöldur minn er ennþá í sömu stærð og Ómar held ég bara líka... þannig að ég held að allt sé að ganga sinn vanagang á mínu heimili....

Annas var mjög gaman hjá mér og Petru í gær... við fórum út að hlaupa í snjókomunni og hlupum áleiðis á Skáldstaði og áleiðis til baka líka Grin geggjað duglegar!! Þetta er það skemmtilegasta sem Petran mín gerir !!! W00t

Það setefnir allt í rólega helgi á mínum bæ... það er ekkert planað sem ég veit af þannig að ef þið eruð með hugmyndir þá endilega látiði þær flakka Smile Nenni samt ekki á fyllerí svo það sé á hreinu... ætla aðeins að slaka á í drykkju þessa helgina...

Annars nenni ég ekki að hafa þetta lengra í bili... ef þið eruð með hugmyndir um atvinnu eða hvað ég eigi að gera um helgina þá endilega commenta... og líka ef þið viljið bara vera skemmtileg, þá endilega commenta líka Tounge

Maður dagsisn: Friðrik Ómar júrófari... hann er það sem maður kallar.... SLEEEEF InLove fuck flottur ToungeFriðrik Ómar í Vetrargarðinum á laugardag.


Íslendingar......

+15°C
 Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.
 Íslendingar liggja í sólbaði.
 
 +10°C
 Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang.
 Íslendingar planta blómum í garðana sína.
 
 +5°C
 Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.
 Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.
 
0°C
Eimað vatn frýs.
Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkara.

 -5°C
 Fólkið í Kaliforníu frýs næstum til dauða.
 Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.
 
 -10°C
 Bretar byrja að kynda húsin sín.
 Íslendingar byrja að nota langerma boli.
  
 -20°C
 Götusalar byrja að flýja frá Mallorca .
 Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!
 
 
 -30°C
 Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.
 Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.
 
 
 -40°C
 Eiffelturninn byrjar að gefa eftir í kuldanum.
 Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.
 
 
 -50°C
 Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.
 Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru vetrarveðri.
 
 
 -60°C
 Mývatn frýs.
 Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við.
 
 
 -70°C
 Jólasveinninn heldur í suðurátt.
 Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti.
 Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.
 
 
 -183°C
 Örverur í mat lifa ekki af.
 Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.
 
 
 -273°C
 Öll atóm staðnæmast vegna kulda!
 Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.
 
 
 -300°C
 Helvíti frýs!
 Ísland vinnur Eurovision!

Þetter Júróvisjón lag, þetter júróvisjón lag....

Já ég held að ég sé bara nokkuð sátt með úrslit og held svei mér þá að í þetta skipti eigum við eftir að komast upp úr undanúrslitum og í aðalkeppnina Cool Allaveg miðað við lögin sem eru komin áfram hjá öðrum löndum að þá held ég að við séum nokkuð vel sett og ég hugsa að Noregur endi á botni keppninnar.... Alveg hreint skelfilegt lag !!

En annars er bara gott að frétta!! Þvílíkt gott verðu hérna og ég vaknaði klukkutíma fyrr í morgun en vanalega til að fara út í göngu með Petru mína W00t Skemmtum okkur alveg konunglega niðrá túni að elta spítu og hlaupa og veltast um í grasinu Smile

Helgin var mjög skemmtileg... ég var í vinnu í Miðlun á laugardaginn frá 10-15 og svo var matarboð hjá Erlu Skarp um kvöldið, ekkert smá góður kokkur.... Algjör meistari Happy og svo skelltum við okkur á Vélsmiðjuna og dilluðum okkur við Geirmund Valtýrsson á skemmtaranum!! Mjög skemmtilegt og held ég hafi ekki farið í rúmið fyrr en að ganga 7 á sunnudagsmorgni!! 

Ég hef mikið verið að spá í einu síðan ég byrjaði að vinna í svona tölvuvinnu.... ætli það sé ekkert óhollt að horfa svona mikið á skjá eins og ég geri?? Ég fæ stundum alveg gríðalegan hausverk eftir vinnu sem fer nú reyndar fljótlega og svo finn ég þvílíkan mun hvað ég verð þreytt í augunum... kannski er það bara ávísun á gleraugu...

Við erum mikið að velta því fyrir okkur hvað við eigum að gera um páskana... Erum að spá í að vera bara í rólegheitum hérna fyrir norðan af því að við erum að fara til kanarí 1. apríl en mamma er farin að suða í okkur að koma til eyja.... Svo var nú líka hugmynd að legja sumarbústað og tjilla þar í góðra vina hópi.... Þetta er allt spurning og þarf að fara að ákveða fyrr en síðar...

Ég er samt ekki að trúa því að það séu aftur að koma páskar.... það minnir mig bara á það að ég er búin að vera viðofin Skáldstaðafjölskylgunni í ár!! Byrjaði reyndar á vitlausum stað eins og flestir vita en ég og Arnar vorum einmitt saman á páskunum í fyrra Blush En það leiddi bara til þess að ég fann ástina í lífi mínu InLove

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt... það er eiginlega alveg ótrúlegt að Heiða litla frænka er komin með æfingarleyfi á bíl, Arnar frændi er stúdent og farin að skoða Háskólanám, Ágústa systir fer í 10. bekk næst, Jón Erling er að fara í skóla, Sigrún Gígja farin að tala jafn vel og ég og þú, Berglind frænka er orðin mamma, Hildur Rán og Berglind, sem eru báðar jafn gamlar mér, eru báða orðnar eða eru að verða tveggja barna mæður, Petra er að nálgast 10 kílóin (fékk hana tæp 2kg) og allt er bara farið að æða áfram... áður en ég veit af verður Þjóðhátíðin löngu búin og ég farin að jólaskreyta..... ótrúlegt alveg....

En svona er lífið börnin mín... með hverjum deginum sem líður erum við degi nær okkar síðasta degi en við vorum í gær.....

Með þessum orðum kveð ég að sinni og óska ykkur öllum velfarnaðar í dag, á morgun og að eilífuHalo

Maður dagsins: Er að þessu sinni þessi maður sem allir kannast við og heitir Sigurður Þ Ragnarsson eða Siggi Stormur. Skemmtilegasti og krúttlegasti veðurfræðingur allra tíma og það er svo skrýtið að þegar ég horfi á veðrið þegar hann er, þá er mér alveg sama hvernig spáin er og verð ekki pirruð þó það spái 30 metrum á stórhöfða eða brjáluðum snjó Cool

 


Mér lyggur mikið á hjarta.... Össuri líka....

já hann Össur minn var doldið harðorður um unga borgarfulltrúann Gísla Martein Baldursson og finnst mér það bara allt í lagi. Það að blogga getur stundum orðið til þess að maður skrifar bara það sem manni lyggur á hjarta og það getur stundum endað með að einhverjir eru teknir fyrir. En það er kannski vegna þess að maður er að tjá egin skoðanir en ekki til þess að særa börn manna eða annara aðstandenda.

Ég allavega er þannig að ég læt allt flakka inná bloggið mitt og segji mínar skoðanir hverju sinni og á ýmsum málefnum. En það er bara ég Blush og ég styð Össur í þessari baráttu og minni á það að verri orð hafa verið látin falla um merkilegri menn og hefur það ekki vakið jafn mikla umræðu.

Annars er mikið og margt að gerast í fréttum þessa dagana og stendur, að mínu mati, loðnustoppið þar hæðst því það tengist mér mjög..... Mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að hvert heimili í minni heimabyggð, tapar að meðaltali einni milljón króna launalega við þetta stopp ofaná skerðingu á þorskinum..... Mér sárnar þetta mjög og ég er reið, leið og sár, allt í bland. Fyrir mér er þessi eyja dauðadæmd ef við missum fiskinn okkar og alla atvinnu í kringum hann Frown

En annars er allt gott að frétta af mér... ég skil ekki alveg hvað ég er orðið mikið fyrir það að blogga í kringum fréttir og heimsmálatengd málefni?!?!? Það er bara svo mikið að gerast í þjóðfélaginu þessa dagana sem ég hef áhyggjur af og sem mér hrinlega finnst að ég þurfi að tala um Errm

En að mér og mínum Smile Ég vaknaði snemma í morgun eða í kringum 7 leytið, fór út í göngu með Petruna og lékum okkur smá í góða veðrinu. Svo fór ég inn og bakaði skonsur í klukkutíma. Ég á nefnilega eldhúsvakt í Miðlun þessa vikuna og virkar hún þannig að ég vaska upp og geng frá eftir daginn og enda svo vikuna á föstudegi með að koma með veitingar handa liðinu Smile ofsa gaman!!

Annars er allt bara við það sama... Ég skrapp á eyjuna mína síðustu helgi, gekk frá sölu á íbúðinni og er nú löglega og alflutt þaðan.... MJÖG skrítið.... Miklar tilfinningar sem maður hefur að sækja í sitt heimili í eyjum en núna á ég ekkert heimili í eyjum.... bara hótel mömmu, ekki að það sé verra en æghj.... þið skiljið mig alveg Blush

Skjöldurinn minn átti afmæli á miðvikudaginn og var pínu teiti hjá okkur í tilefni þess!! Hann fékk nokkra pakka og meðl annars fékk hann ipot nano (nýju týpuna) frá konunni sinni Cool Algjör töffari núna og þokkalega sáttur Cool

En helgin er framundan og verður hún svona í rólegri kanntinum.... er að vinna á morgun og svo er teiti hjá Erlu Skarp annað kvöld en ég hugsa nú að maður taki því heldur rólega í drykkju og verði jafnvel bara edrú á bíl svo maður komist nú heim í sveitina að sofa Halo

En ég nenni varla að hafa þetta lengra í bili.... Endilega veriði dugleg að kommenta og muna að skrifa í GESTABÓKINA líka !!

Orð dagsins: Flýttu þér hægt!! Það kemur annað grænt ljós á eftir rauða ljósinu.... þetta er ekki síðasta græna ljós dagsins sem þú VERÐUR að ná!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristín Halldórsdóttir

Höfundur

Kristín Halldórsdóttir
Kristín Halldórsdóttir
létt klikkuð og koxuð á því.... fáið ykkur kaffi og glóðvolgar kleinur!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vm
  • Sigrúní Sumarstúlkukeppninni
  • Ágústa á Hard Rock
  • Sigurþórog Sigrún
  • Gaupi, Bóbó, Anna, Gísli, Sigrún og ég

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband