8.2.2008 | 17:55
hrútspungar og hvalspik....
já væri ekki ráð að éta punga og spik?? hahaha... já... NEI!!! ég sem sagt var á þorrablóti í skáldstöðum í gærkvöldi og þar var á boðstólnum ímislegt góðgæti eins og t.d. rófur, karftöflur, harðfiskur, kjúklingaréttur, ný svínasulta, flatkökur og rúbrauð og svo var líka almennur viðbjóður s.s. hákarl, súrir hrútspungar, hvalkjöt og eitthvað annað sem ég hvef ekki hugmynd um hvað er... og langar kannski ekkert að vita það.
En það er allt að verða vitlaust í þessu þorradæmi hér fyrir norðan. Sveitaþorrablótið er annað kvöld!! Ég byrja daginn á morgun á því að sneiða af hausnum á mér og gera mig sæta fyrir kvöldið... svo hef ég nú trú á því að maður skelli sér í mjólkurbúðina og kíki kannski í fatabúð líka haha...
Annars er ekki mikið að frétta... mér finnst bara alltaf svo hund leiðinlegt að skilja Petru eftir eina heima svona lengi.... ég er alveg í rusli þegar hún er búin að vera lokuð frammi alla nóttina, kemur inn og leikur við mig í smá stund og svo þarf ég að loka hana aftur frammi þegar ég fer í vinnu... mér finnst þetta alveg ömurlegt og ég er oft með sting í hjartanu þegar ég er að keyra í vinnuna... en hún vælir samt aldrei og er ofsa góð!! En æsingurinn þegar ég kem heim eftir vinnu er ægilegur... hún kemur á stökku til mín og nær ekki að halda þvagi fyrir spenning og mígur allt út í langan tíma ;) hahaha... dolltið krúttleg
En það fer að styttast í Kanarí...Ég og Skjöldur ræðum það nánast á hverju kvöldi þegar við komum uppí rúm hvað okkur er farið að hlakka til.... bara 7 vikur í þetta
Mamma fékk gott símtal í síðustu viku. Maðurinn sem sér um dreyfingu nýju MS lyfjanna hringdi í hanan og sagði að hún væri á listanum fyrir lyfjagjöf og mætti búast við að hún fái þau eftir u.þ.b. 3 vikur!! Bara gott má það og ákveðin léttir fyrir alla í fjölskyldunni. Mér hefur fundist á þessum tíma, frá því að lyfið kom og þangað til ég fékk að vita þetta, eins og ég standi með björgunarhring á hafnarbakkanum, sjái druknandi mann en geti ekki hent hringnum til hanns..... það er spes.....
Annars er allt gott að frétta úr vinnunni, ég er nú samt mikið að spá hvort maður eigi að skipta um vinnu, er ekki alveg að fíla svona sitja á rassinum vinnu..... Er meira fyrir það að hamast í 12 tíma á dag!! Ég er ekki heldur alveg sátt við laun miðað við vinnu.... en þetta þarf kannski bara að venjast...
En annars er allt að verða vitlaust í íbúðarmálunum núna.. Gaui minn bæjó hringdi í hádeginu og það á bara að rífa allt út úr íbúðinni um helgina og koma þessu öllu í geymslu!! Það er aldeilis æsingur í liðinu... ég er að koma til eyja á fimmtudaginn og það má alls ekki bíða með þetta þangað til !! En ég á góða að og Sigrún systir, Raggi og Pabbi minn ætla að vera svo elskuleg að rusla öllum mínum eigum út!! Það er ekkert annað!!
Ég held ég nenni ekki að hafa þetta lengra... Hafiði það gott um helgina, ekki drekka of mikið og veriði góð við hvort annað.
Orð dagsins: húngalabúngala.... (ekki vera leiður því það er leiðinlegt) (slevenska)
Um bloggið
Kristín Halldórsdóttir
Tenglar
Vinir
fólkið mitt
- Andrea Gísladóttir drea babe
- Anna Bína litla snúllan :*
- Anna Rún Austmar yndislegust
- Arnar Hólm mágur minn
- Ágústa Halldórsdóttir litla syss...
- Ásta Steinunn
- Erla Skarp beibí ;)
- Erla Smella keflvíkingurinn ógurlegi
- Erna mín my angel
- Esther Bergsdóttir krúttípútt
- Eyjabloggarar linkar á eyjabloggsíður
- Friðrik Ágúst Frikkinn
- Helga Björk Georgsdóttir krúsídúlla
- Jónatan (bowie) Gíslason Tanninn
- Páll Magnús Guðjónsson Pallinn minn
- Ragnar Örn Ragnarsson mágur minn
- Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson Óli Jói töffari
- Sigrún H og Sigrún B snúllur
- Sigurþór Hjörleifsson jæja Sigga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ohh hvað mig langar að hitta Petru, krúttið ;) En já við erum búin að vera í allan dag að bera og brasa í íbúðinni þinni og þetta er bara næstum því klárt.. ég tók nokkrar myndir af þessu öllu fyrir þig úr því að þú gast ekki verið með okkur og kvatt íbúðina þína :( en ég ætla að setja myndirnar inn á 123.is/hnurgis þannig að þú getur skoðað þetta ;) hlakka til að fá þig :* lovjú só fokking möts :** XOXO ;)
Sigrún systir :) (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:18
Halló sætan mín. Til hamingju með íbúðarsöluna. Vona nú að við fáum aðeins að sjá framan í þig þegar þú kemur hingað og eiga við þig gott spjall líka ;) En lof jú alot og hlakka til að hitta þig eða heyra frá þér. kiss og knús frá okkur hér :)
Esther og co (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:04
takk fyrir myndirnar snúllan mín :**** Ég er svo heppin að eiga ykkur að :****
Esther mín ég verð bara að koma í heimsókn til þín... við verðum að skipuleggja hitting!! Verð í bandi þegar ég kem ;) koss og knús:***
Kristín Halldórsdóttir, 11.2.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.