Kvalafullar veislur....

Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir á minni stuttu æfi að ég hef verið gestur í mjög svo kvalarfullum veislum.... Þá er ég nú ekki að meina að fólk pinti mig og meiði en manni líður ekkert vel en er samt viðstaddur eins lengi og þörf krefur, kurteisinnar vegna. Svo verður maður að finna rétta tímann til að fara.... maður veltir því fyrir sér í smá stund hvort að maður sé ekki búin að stoppa alveg nógu lengi og tekur svo á skarið og segir "jæja... ég ætla að fara að koma mér" eða "ég verð að drífa mig, þarf að fara í búð fyrir lokun" eða eitthvað í þá áttina..... 

Veit ekki hvort þið kannist við þetta en ég hef nokkrum sinnum lent í þessu...

Svo hef ég líka lent í veislum þar sem maður vill helst ekkert fara og verður allra síðastur úr húsi...

Svona er lífið hverfullt Wink

En ég er komin með fjórhjólið í hlað og það svínvirkar alveg. Maður spítist alveg áfram á þessari græju og er ég alveg búin að ná góðum tökum á þessu... Tók reyndar smá tíma en æfingin skapar meistarann Cool

heheh....

Ég hjólaði svo mikið í gær að ég ætlaði ekki að hafa mig uppúr rúminu í morgun að sökum harðsperra!! En það hafðist og er ég nú lítið búin að hjóla í dag vegna verkja og rigningar... fór smá hring áðan og var ekki lengi að mígblotna í gegn um hjólagallan... Svo er líka ekkert gott að fá regndropa á nefið á 90 km hraða....

En annars er allt gott að frétta í sveitinni... Ómar flutti út frá okkur í dag, kallinn ætlar að fara að búa inná Akureyri fram á haustið allavega.... Þannig að ég, Skjöldur og Petra erum bara orðin 3 í búi. 

Svo er Skjöldur að fara austur á miðvikudagsmorgun og ég til Eyja á fimmtudaginn.... Það verður voða gott að knúsa liðið sitt og vera aðeins hjá múttunni sinni Smile

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili... hafiði það gott þangað til næst Wink

Maður dagsins: Er að þessu sinni 94 ára karlmaður í San Francisco sem ákvað að skjóta leigusala sinn, sem hafði hótað að bera hann út vegna vanskila á leigu, samkvæmt lögreglunni í borginni.... Merkilega ákveðin og sniðugur eldri maður sem ákvað að leysa þennan vanda á óvenjulegan hátt Woundering

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ... kvittkvittkvitt :)

Erla Smella (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Arnar Hólm Ármannsson

skemmtu þér í eyjum gamla...... á þessari hryllilegu eyju..

Arnar Hólm Ármannsson, 7.5.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Kristín Halldórsdóttir

ææii arnar þegiðu !! Þér er ekki boðið á þjóðhátíð !!

Takk fyrir kvittið

Kristín Halldórsdóttir, 8.5.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristín Halldórsdóttir

Höfundur

Kristín Halldórsdóttir
Kristín Halldórsdóttir
létt klikkuð og koxuð á því.... fáið ykkur kaffi og glóðvolgar kleinur!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • vm
  • Sigrúní Sumarstúlkukeppninni
  • Ágústa á Hard Rock
  • Sigurþórog Sigrún
  • Gaupi, Bóbó, Anna, Gísli, Sigrún og ég

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 355

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband