Jæja nú er kominn tími....

... til að hella sér yfir líðinn :)

Byrjum á Birni Jörundi og dópmálinu ógurlega !! Kemur þetta fólki virkilega á óvart??? Er fólk æilega hissa ?? Jaa... ég verð nú að segja að ég hef aldrei séð neitt annað á þessum manni nema að hann sé vel lifaður kall greyið og þetta er ekkert sjokk fyrir mér !!

Svo er það nú blessaða nýja ríkisstjórnin sem ætlaði nú að koma sterk inn og bjarga íslensku heimilunum, halda þjóðinni upplýstri og gera allt svo voða, voða gott.... Það getur vel verið að þau séu að því en ég hef allavega engar upplýsingar um það... það eina sem ég hef lesið og heyrt er að þau  ætluðu að draga til baka leyfið til hvalveiða, þau vilja ekkert álver á bakka ( sem b.t.w mundi skapa tímabundið um 2000 störf og í framtíðinni allavega í kringum 400 störf)  en það fellur víst ekki vel inn í  umhverfisstefnu nýrrar ríkisstjórnar.... hvaða helv.. bull er þetta ??

Það hefur reyndar eitt gott komið fram varðandi atvinnu í landinu sem ég hef heyrt um og að er að það á að hrinda í framkvæmd vegaframkvæmdum eins og hægt er. Samgöngur eru alltaf gott mál að mínu mati en þetta var nú ákveðið og lögð drög af, af fráfarandi ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins.

Svo hef ég nú komist að því að Samfylkinginn er algjörlega stefnulaus flokkur. ( það mundi nú eitthvað heyrast í langafa mínum heitinum ef hann læsi þetta) Hann einhvernvegin aðlagast bara að stefnu þeirra flokka sem sitja við stjórn og gerir allt til þess að vera í fremstu línu... ég skil þetta ekki !!

Ég hef nú verið mikið fyrir framsóknarflokkinn síðustu ár og verð nú að viðurkenna að ég kaus þá nú í síðustu kosningum en það er algjörlega af og frá að ég geri það aftur.... ég nenni ekki að tala um ástæðu þess því það mundi líklega drepa lesandann endanlega úr leiðindum. Ég ætla þess í stað að vera algjörlega sjálfstæð og kjósa sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningu því þar eru menn sem standa á sínu, hoppa ekki til og frá með sínar stefnur. Þeir hugsa um atvinnu, heimilinn, sjávarútveg, landbúnað og heilbrygðiskerfið :) 

En yfir í allt annað og skemmtilegri umræðu. Ég hélt henni Emmu minni (sem er hreinræktuð labradortík) undir hann Skugga ( hreinræktðaur labrador hundur) sem hann Jón Gunnar á. Hann er alveg geggjaður og hún ekkert síðri þannig að það eru miklar væntingar til fallegra hvolpa í kringum 19-25 apríl :) ég vona svo sannarlega að þeir komi 19 apríl því þá eiga þeir sama afmælisdag og ég :) jeiii Ef þig angar í hvolp þá endilega hafðu samband því það er strax búið að taka frá 2 :)

Annars gengur allt vel í sveitinni. Torres og Emma alltaf jafn ánægð, beljurnar og nautin éta hey og segja muuu, kálfarnir drekka mjólk og éta hey og kindurnar éta hey og segja meee.... þannig að þetta er allt eins og það á að vera held ég.

Jæja þetta er komið gott í bili :)

Kossar og knús á alla ;)


Þetta finnst mér algjör snilld :)

Ef að þú skilur ekki alveg hvernig staðan í heiminum er í dag, þá gæti ég verið með lausnina til þess að þú fattir hvernig þetta gerðist. Hérna getið þið séð það svart á hvítu hvernig það er að vera með mjólkurkýr á mismunandi stöðum í heiminum og endurspeiglar þetta hvernig staðan í heiminum er í dag Wink 

 

 

SÓSÍALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.

KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.

FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.

NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.

SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.

HEFÐBUNDINN KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein

SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.

BANDARÍSK FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.

ÍSLENSK FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.

FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.
 DANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Íslendingar kaupa báðar kýrnar.

JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, „Kúmann“, sem nær miklum vinsældum um allan heim.

ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.


ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.

RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.

SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.

KÍNVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.

INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.

BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki.

ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.

NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.

ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...

verði ykkur að góðu!!


Góðan dag allir saman....

já það er langt síðan ég settist niður og bloggaði Blush ástæðan er nú einföld... ég hef bara ekki nent að blogga síðan ég hætti að vinna fyrir framan tölvuna allan daginn...

Núna er ég bara að vinna í sveitinni. Er að vinna í Ytra-Felli hjá Kidda og Laugu fyrir fyrirtæki sem heitir Lífsval. Ég kann mjög vel við það, gaman að vinna með dýrunum og í sveitarsælunni....

En annars er bara gott að frétta af mér!! Skjöldur er farin að vinna inná Akureyri hjá verktaka hér í bæ og líkar það alveg ljómandi vel. Við erum komin með 2 labrador hvolpa, þau heita Kreppa og Torres og eru bara frábær. Skelli kannski inn myndum af þeim við tækifæri.

Það sem er svona á döfinni hjá mér næstu misserin er að ég er að fara til Kanarí um jólin með famelíunni minni. Fer út 17. des og kem til landsins aftur 5. janúar 2009. Það verður alveg ágætt að komast úr snjónum og kuldanum í hitan og góða veðrið.... Þetta er nú kannski ekki besti tíminn í að fara út þegar allt er að fara til andskotans í þjóðfélaginu en það er líka bara spurning um hvort maður hafi ekki bara gott af því Smile

Svo er kellingin að spá í að skella sér á skólabekk eftir áramót... er að spá í annaðhvort að klára stúdentin eða reyna að halda áfram með söngnámið..... báðir kostir heilla og það er jafnvel spurning hvort að maður reyni ekki bara að gera bæði... byrji á öðruhvoru til að koma sér af stað og bæti hinu svo við?!?! hvað finnst ykkur ???

Það er nú ekki meira sem ég hef að segja ykkur í bili... muniði bara að kvitta fyrir komuna og hafiði það sem allra best þangað til næst Cool

Kveðja úr sveitinni Smile  


Hvað er að þessu liði??

KOMMON!!!! LIVE A LITLE!! Af hverju getur fólk ekki tekið þessu á léttum nótum ? Af hverju getur sumt fólk bara ekki haft húmor fyrir hlutum sem eru bara gerðir uppá grínið og sérstaklega haft húmor fyrir sjálfum sér?!?!?! Þetta fer nett í taugarnar á mér!!!! Allir að taka sig til og reyna að þroskast og hafa gaman að lífinu Wink

 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heil og sæl.....

jæja þá ætla ég að reyna að rita eitthvað merkilegt, svona til tilbreytingar Blush

Ég sá sauðburð í fysta skipti í fyrradag og Guð minn góður.... þetta er alveg yndislegt Smile Þær eru svo duglegar þessar elskur..... Unga út lambinu sínu, rísa á fætur um leið og það er búin að byrja að kara það..... svo leggjast þær niður aftur stuttu seinna og unga út öðru..... Alveg magnað !!

Ég lofaði Agöthu vinkonu minni í fyrra, rétt áður en hún dó að ég mundi fara í sauðburð fyrir hana á þessu ári ef hún yrði ekki hér til þess að gera það sjálf..... ég sé ekki eftir að hafa lofað þessu og veit alveg að hún Agatha mín var með mér allan tímann Wink

Annars er allt gott að frétta... Skjöldur alltaf fyrir austan sem er alveg hundleiðinlegt.... Petra mín er alltaf jafn hress, stækkar bara og stækkar.

Það er allt orðið grænt hérna, fuglarnir farnir að syngja sín ljúfu sumarlög og sólin skín í heiði..... ég er nú samt ekki alveg viss um að við megum ganga að því vísa að nú sé sumarið komið því það spári skítaveðri um helgina... Sliddu og almennum viðbjóði...

Ohhh ég held ég sé með ritstíflu.... veit ekkert hvað ég á að skrifa meira.... nema kannski að mamma og pabbi ætla að kíkja á okkur 10-18 júní.... það verður voða gaman að fá þau loksins í heimsókn!!

Annars er vinnan bara eins.... svona lala.... væri nú alveg til í að vera í einhverri útivinnu á þessum heitu dögum sem eru búnir að vera síðustu daga og eiga vonandi eftir að vera fleirri það sem eftir er sumars....

Annars er stefnan að sjálfsögðu tekin á Þjóðhátíð í sumar. Skjöldur asnaðist til að lofa mér því í gegnum síma, á þjóðhátíðinni í fyrra, að hann mundi vera með mér í dalnum á þessu ári og nú situr hann í súpunni og verður að efna þetta loforð!!

Núna er ég alveg blank og veit ekki hvað ég á að skrifa meira þannig að ég ætla bara að hætta því, þakka fyrir mig og við verðum í bandi Wink

Maður dagsins: Matthew McConaughey, kyntröllið ógurlega.... hann er að verða pabbi og ætlar að gerast heimavinnandi húsfaðir eftir að barnið kemur í heiminn!! Hvernig finnst ykkur það ?? grrrrrrrrr.........


Kvalafullar veislur....

Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir á minni stuttu æfi að ég hef verið gestur í mjög svo kvalarfullum veislum.... Þá er ég nú ekki að meina að fólk pinti mig og meiði en manni líður ekkert vel en er samt viðstaddur eins lengi og þörf krefur, kurteisinnar vegna. Svo verður maður að finna rétta tímann til að fara.... maður veltir því fyrir sér í smá stund hvort að maður sé ekki búin að stoppa alveg nógu lengi og tekur svo á skarið og segir "jæja... ég ætla að fara að koma mér" eða "ég verð að drífa mig, þarf að fara í búð fyrir lokun" eða eitthvað í þá áttina..... 

Veit ekki hvort þið kannist við þetta en ég hef nokkrum sinnum lent í þessu...

Svo hef ég líka lent í veislum þar sem maður vill helst ekkert fara og verður allra síðastur úr húsi...

Svona er lífið hverfullt Wink

En ég er komin með fjórhjólið í hlað og það svínvirkar alveg. Maður spítist alveg áfram á þessari græju og er ég alveg búin að ná góðum tökum á þessu... Tók reyndar smá tíma en æfingin skapar meistarann Cool

heheh....

Ég hjólaði svo mikið í gær að ég ætlaði ekki að hafa mig uppúr rúminu í morgun að sökum harðsperra!! En það hafðist og er ég nú lítið búin að hjóla í dag vegna verkja og rigningar... fór smá hring áðan og var ekki lengi að mígblotna í gegn um hjólagallan... Svo er líka ekkert gott að fá regndropa á nefið á 90 km hraða....

En annars er allt gott að frétta í sveitinni... Ómar flutti út frá okkur í dag, kallinn ætlar að fara að búa inná Akureyri fram á haustið allavega.... Þannig að ég, Skjöldur og Petra erum bara orðin 3 í búi. 

Svo er Skjöldur að fara austur á miðvikudagsmorgun og ég til Eyja á fimmtudaginn.... Það verður voða gott að knúsa liðið sitt og vera aðeins hjá múttunni sinni Smile

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili... hafiði það gott þangað til næst Wink

Maður dagsins: Er að þessu sinni 94 ára karlmaður í San Francisco sem ákvað að skjóta leigusala sinn, sem hafði hótað að bera hann út vegna vanskila á leigu, samkvæmt lögreglunni í borginni.... Merkilega ákveðin og sniðugur eldri maður sem ákvað að leysa þennan vanda á óvenjulegan hátt Woundering

 

 


Bahama eyyyjjjjja....

Þetta lag.... dúdda mía... mig langar alltaf að skella mér í bikiníið og skella mér á ströndina þegar ég heyri þetta lag.... Algjör snilld og kemur mér alltaf í gott skap Cool

Annars er ég með gleðifréttir fyrir ykkur gott fólk... ég er loksins, loksins búin að selja íbúðina mína. Ég var náttúrulega löngu búin að afhenda hana en núna er þetta loksins að detta í gegn.... Alveg órtúlegt með þetta mál... það mátti ekki bíða með að afhenda íbúðina í 5 daga eða þangað til ég kæmi heim til eyja, pabbi, Sigrún og Ágústa urðu að tæma allt og ganga frá öllu!! Svo er þetta svona!!! Ekkert gerist fyrr en 2 og hálfum mánuði seinna!! Alveg ótrúlegt!!

Eitt ráð til þín ef þú ætlar að selja íbúðina þína..... EKKI láta sama fasteignasala sjá um kaup og sölu!! fáðu sitthvorn aðilan í þetta!!! Ég get lofað að það gengur betur!!

Það er reyndar alveg fáránlegt að sami aðilinn megi sjá um bæði kaup og sölu á sömu fasteigninni. Sá aðili getur ekki haft hagsumi seljanda og kaupanda fyrir brjósti. Þetta tíðkast hvergi annarsstaðar í heiminum en á Íslandi.

Annars er allt gott að frétta hjá okkur... Skjöldur  er reyndar búin að vera með streftokokka (veit ekkert hvernig þetta er skrifað) Það er mjög findið samt því hann hrýtur venjulega mjög mikið og stundum eins og hann sé andsetinn en núna þegar hann er með þessa sýkingu er alveg eins og eitthvað huges skrímsli sé að reyna að brjótast út úr honum.. hehe... maður á kannski ekki að hlægja af þessu en mér finnst þetta samt skondið. Hann er samt komin á pensilin núna og er allur að koma til þessi elska.

Ég er að versla mér eitt stykki fjórhjól núna. Nánast nýtt, keypt nýtt í okt 2007. Haldiði að ég verði ekki töffari að transporta á því út um alla sveit Tounge

Svo eru Eyjar á döfinni. Kellingin ætlar að skella sér um hvítasunnuhelgina og kíkja á famelíuna Grin Það verður æðislegt að knúsa alla... ég hef ekki séð mömmu mína síðan í febrúar og mér finnst eins og það séu 3 ár síðan!! Hryllilegt alveg Crying

En ég held ég sé búin að bulla nóg hér í bili... veriði svo dugleg að bulla í kommentin því það er svo skemmtilegt Wink

Maður dagsins: Gary Dourdan Gary Dourdan leikari í CSI. Var handtekin greyið vegna gruns á vörslu alskyns ólöglegra efna. EFNIlegur sá tappi og alveg úber svalur.

 


Döpur er dráttlaus kona.....

Já það hefur nú margt á daga mína dregið síðan ég lagði orð í belg hér síðast. Ég er búin að fara til Kanaríeyja, ég er orðin árinu eldri og maðurinn er farin frá mér....... Ekki alfarinn samt....

Það var alveg meiriháttar gaman á Kanarí... Fengum alveg ljómandi gott veður, skemmtum okkur frábærlega, borðuðum góðan mat og urðum brún Cool

Svo átti ég nú afmæli á laugardaginn.... Kjellingin orðin 23 ára.... ssjjjiiiiidd....

Skjöldurinn minn er svo farinn að vinna aftur hjá Suðurverk núna.... farin að grafa upp austurlandið á ný.... huhuhu.... hata hata.....

En annars er allt gott að frétta, ég, Ómar og Petra höfum það gott í sveitinni, það er komið sumar hjá okkur, alltaf gott veður og ekkert til þess að kvarta yfir.... nema náttúrulega sakna Skjaldar....

En ég nenni ekki að tuða meira í bili....

Over and out.....


Einn góður....

Náungi einn hafði nýlega keypt sér Ferrari og var á rúntinum. Hann stoppaði á rauðu ljósi við hliðina á eldgömlum kalli á reiðhjóli. Náunginn gaf hressilega í þegar græna ljósið kom svona rétt til að sýna þessum gamla kraftinn í bílnum. Hann er varla kominn yfir ljósin þegar hann sér gamla karlinn þjóta af stað. Náunginn gefur í en gamli karlinn nálgast hann alltaf meir og meir á ógnarhraða og fer loks fram úr náunganum. síðan hægir gamli karlinn á sér og náunginn þýtur fram úr. Hann kíkir í baksýnisspegilinn til að athuga hvar gamli karlinn sé en viti menn! Gamli karlinn nálgast aftur á ógnarhraða. 
Náunginn gefur
enn meira í og er kominn á ofsa hraða þegar gamla hróið skýst aftur fram úr honum! Þeir eru komnir að næstu ljósum og aftur hægir sá gamli á sér. 
Náunginn
rennur upp að hliðinni á honum og spyr ,,Hvernig ferðu að þessu?. Sá gamli lítur á hann og segir með skjálfta í röddinni,,Heldurðu að þú sért til í að losa axlaböndin mín af hliðarspeglinum þínum?'

jæja strumparnir mínir.....

Páskarnir nálgast og tíminn líður.... aðeins 13 dagar í Kanaríeyjar og Evran komin í tæpar 120 krónunur þannig að þessi Kanarí ferð verður örugglega doldið MIKIÐ dýr.... en það er allt í lagi... við ætlum ekkert að gera annað í sumar en að vinna.... þetta verður okkar sumarfrí og svo förum við bara í vetrarfrí þegar og ef Evran lækkar Smile

Finnst ykkur samt ekki að við ættum að taka upp evruna ?? hummm... það er pæling.....

Annars nenni ég ekki að spá í þessu.... Skjöldur vildi nú bara hætta við þegar hann frétti að evran væri svona há en ég hélt nú ekki..... LENGI LIFI YFIRDRÁTTURINN!!! Crying

heheh... annars er lítið að frétta... Sigrún og Ágústa eru að koma eftir 2 daga, hlakka ekkert smá til að knúsa litlu snúllurnar mínar.

Svo annað kvöld er nú prinsessan á Halldórsstöðum fertug og verður brjálæðisleg veisla á melunum... það fer allt á fullt í kvöld að gera og græja á melunum.... Ég og Freyja ætlum að skeryta ægilega og gera allt vitlaust með blöðrum og drasli Wizard heheh....

Það var 9° c hér um miðjan daginn í gær.... það segir mér bara það að sumarið er að koma !! ohhhh grænt gras, bjart allan sólahringinn, hiti, sól, hestbak.... aaaaahhh... þjóðhátíð...mmmmmm

Hljómar ekki leiðinlega ha?? hehehe...

ég nenni ekki að bulla meira í bili... hef ekkert að viti að segja Shocking


Næsta síða »

Um bloggið

Kristín Halldórsdóttir

Höfundur

Kristín Halldórsdóttir
Kristín Halldórsdóttir
létt klikkuð og koxuð á því.... fáið ykkur kaffi og glóðvolgar kleinur!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vm
  • Sigrúní Sumarstúlkukeppninni
  • Ágústa á Hard Rock
  • Sigurþórog Sigrún
  • Gaupi, Bóbó, Anna, Gísli, Sigrún og ég

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband